A grouping of useful resources and tips for Icelandic as a Second Language (Íslenska sem annað mál) BA at University of Iceland
Hvar byrjaði Ísold skautaferil sinn?
Hún byrjaði ferilinn á Akureyri. Hún byrjaði auðvitað fyrst heima hjá sér í sveitinni en byrjaði að æfa áAkureyri.
Hvað heitir skautafélagið sem hún byrjaði að æfa með þegar hún fór í skóla á Akureyri?
Skautafélag Akureyrar.
Hvers lensk er Iveta, þjálfarinn hennar, og hve lengi bjó hún á Íslandi?
Hún er frá Slóvakíu / hún er slóvensk og hún bjó hér í sjö ár.
Nú búa þær „með annan fótinn úti í Bratislava síðustu vetur […].“ Hvað merkir þetta?
Þær búa á báðum stöðum. Þær búa til skiptis í Bratislava og á Íslandi.
Hvað heitir grunnskólinn sem Ísold gengur í?
Hann heitir Brekkuskóli.
Ísold ætlar sér að ná langt í skautaíþróttinni. Á hvað stefnir hún?
Hún stefnir á Ólympíuleika og heimsmeistaramót.
Hvert er hitastigið í Möðrudal þegar viðtalið er tekið?
Það er 18 stiga frost.
Hvað er Ísold gömul?
Hún er 13 ára.
Ísold lýsir æsku sinni og skautaáhuga í viðtalinu. „Það var bara vandamál hjá mömmu að koma mér inn“, segir hún. Hvað er hún að meina?
Hún var alltaf úti á skautum á veturna.
Möðrudalur á Fjöllum er „hæsta byggða ból“ á Íslandi. Hvað er átt við með þessu?
ból = bær. Enginn bær á Íslandi stendur jafnhátt. Möðrudalur er í 452 (fjögur hundruð fimmtíu og tveggja) metra hæð yfir sjó.
Fáir krakkar búa í grenndinni en við hverja leikur Ísold mest á sumrin?
Hún leikur við krakkana sem gista á tjaldstæðinu.
Ísold er að jafna sig eftir meiðsli. Hvaða tveir líkamshlutar eru nefndir í viðtalinu sem tengjast meiðslunum?
Mjöðm og hæll.
Hvað heitir veitingastaðurinn sem foreldrar hennar reka?
Hann heitir Fjallakaffi.
Fjölskyldan er með búskap, hvaða dýr eru á bænum?
Það eru geitur, kindur, hænur og kanínur og svo sjáum við hundinn á bænum í myndbandinu.
Hvað merkir sérnafnið Fönn/samnafnið fönn?
Það merkir snjór. Annað orð (skáldlegt) yfir snjó er t.d. mjöll – Mjallhvít og dvergarnir sjö